Frú Lauga leitar uppi spennandi og góðar matvörur, er í góðu sambandi við framleiðendur enda vill hún aðeins það sem er hollt og lystugt fyrir sína viðskiptavini.

Opnunartími

Það er opið hjá okkur mánudaga til föstudaga frá klukkan 11 – 18.
Laugardögum kl. 11 – 16.
Lokað á sunnudögum.

Ferskir ávextir og grænmeti

Við erum ávallt með brakandi ferskt og hollt íslenskt grænmeti og spennandi ávexti frá meginlandinu á boðstólnum.

Glútenfríar vörur

Við erum ávallt að taka inn fleiri spennandi og gómsætar glútenfríar vörur. Allt frá fiskibollum og brauðum yfir í svartar núðlur og súkkulaði.

Jólagjafakörfur

Jólagjafakörfur væntanlegar!

Kombucha bar

Kombucha af krana hefur slegið í gegn. Kombucha er gerjað te og inniheldur fjölbreytt úrval af heilsubætandi efnasamböndum. Drykkurinn er náttúrlega kolsýrður og hefur bæði sætt og skemmtilega súrt bragð.

Prófaðu lardó

Lardo er ítalskt beikon unnið samkvæmt ævafornum hefðum, niðurlagt í ólívuolíu með svartri trufflu. Þessi dásemd kemur frá Prunotto á Ítalíu ásamt Tomini osti, grilluðum lauk, niðurlögðu eggaldini og fleiru.

Ólífuolíur í úrvali

Hjá okkur er fjölbreytt úrval af gæða ólífuolíum í flöskum frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni en einnig geta viðskiptavinir Frú Laugu komið með sínar flöskur og fyllt á.

Gjafabréf fyrir sælkera

Gjafabréf frú Laugu eru sívinsæl og frábær gjöf fyrir sælkerann.  Þú velur upphæð og við getum sent hvert á land sem er.

Jarðskokkapizza

Ekki er grillað þessa dagana þannig að hér komum við með uppskrift ómótstæðilegri pizzu þar sem trufflumauk notað í stað tómatsósu.   2 súrdeigspizzadeig Jarðskokkamauk: ca 100 g jarðskokkar 80 g trufflusveppamauk 1/2 -1 hvítlauksgeiri Truffluolía salt og pipar eftir...

Túnfisk-ansjósusalat

Þetta er salat sem gerir lífið aðeins betra Túnfiskurinn og ansjósurnar sem við flytjum við inn frá spáni eru í lífrænni ólívuolíu. Vandaðar vörur og með eindæmum bragðgóðar. Salatið: 150 g túnfiskur 6 flök ansjósur 6 msk mayones 100 g ricotta de bufala 1 tsk pipar...

Tagliatelle með mozzarella di bufala

Í rigningarsuddanum sem gengur yfir landið grillum við ekki boffs. Þá er innimatur. Þessi réttur er einfaldur og fljótlegur en ótrúlega ljúffengur.   Pastað frá Tariello er framleitt fyrir hann af litlu fjölskyldufyrirtæki á Ítalíu. Gæðin eru frábær og hver...

Blöðrukálssnakk

Blöðrukál er frænka grænkálsins og er notað á svipaðan hátt. Það er svipað á bragðið og svartkál, sem er formóðir þeirra beggja. Blöðrukálið hefur þó ekki fengið verðskuldaða athygli okkar á íslendinga. Það er trefjaríkt, ríkt af A-, C-, og B6- vítamínum og magnesíum....

Burrata með pikkluðum grænum tómötum

Mozzarella og burrtaostar eru ferskostar gerðir úr buffalamjólk. Þetta er í raun sami osturinn en burrata er mozzarella fylltur með osti og rjóma. Hann er því hálffljótandi þegar hann er skorinn, rjómakenndur og dásamlegur. Það eru endalausar leiðir til að njóta þessa...

Pizzadagar í Frú Laugu

Pizzadeigið okkar er úr súrdeigi, það kemur frá Noregi. Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga ætlum við að bjóða upp á deigið þiðið. Hina dagana bjóðum við upp á það frosið. Þá er best að láta deigið taka sig í klukkustund við stofuhita og geyma það svo á kæli í...

Frú Lauga er á Lauglæk 6

Opið alla virka daga kl. 11 – 18, laugardaga 11- 16.

Frú Lauga

Í Bændamarkaði frú Laugu fást vörur beint frá bónda fyrir fólk sem vill vita hvað það borðar.

Laugalækur 6, Reykjavík,

Sími:  534 7165

Netfang: frulauga@frulauga.is