Blómkál er fullt af C-vítamíni. Það inniheldur líka K-vítamín, prótein, magnesium og B6-vítamín.

1 meðalstórt blómkálshöfuð skolað og hreinsað

1 lítill blaðlaukur skorinn í sneiðar (græni hlutinn líka)

3 þykkar sneiðar súrdeigsbrauð

250 gr rifinn ostur (parmesan og havarti passa vel)

1 kjúklingateningur

1 grænmetisteningur

Pipar eftir smekk

1/2 tsk múskat

Cayenna pipar á hnífsoddi

Brauðraspur

1 L vatn

3 msk olía

2 msk hveiti eða annað mjöl til þykkingar

Hitið ofninn í 190°C. Setjið vatn pott með kjúklingateningi, grænmetisteningi, múskati, pipar og cayennapipar. Setjið blómkálshöfuðið í pottinn þegar suðan er komin upp. Sjóðið í 15-20 mínútur eða þar til blómkálið er nokkuð mjúkt við miðju ef prjóni er stungið í.

Ristið 3 þykkar sneiðar af súrdeigsbrauði og skerið í teninga (ef brauðið er dagsgamalt er óþarfi að rista það), setjið á bökunarplötu og dreypið ólívuolíu yfir, saltið. Bakið í ca 7 mínútur eða þar til teningarnir verða gullinbrúnir.

Færið blómkálið yfir í eldfast mót og látið bíða. Blandið saman olíu og hveiti og þykkið soðið. Bragðbætið eftir smekk Rífið ostinn og setjið ca helming út í sósuna og blandið vel saman. Bætið blaðlauknum út í sósuna. Hellið sósunni yfir blómkálið og stráið svo rifnum osti yfir. Stráið að lokum brauðraspi yfir. Bakið í ofni í ca. 15 mínútur eða þar til blómkálið er gullinbrúnt.

Berið fram með brauðteiningunum.