Ekki er grillað þessa dagana þannig að hér komum við með uppskrift ómótstæðilegri pizzu þar sem trufflumauk notað í stað tómatsósu.

 

2 súrdeigspizzadeig

Jarðskokkamauk:

ca 100 g jarðskokkar

80 g trufflusveppamauk

1/2 -1 hvítlauksgeiri

Truffluolía

salt og pipar eftir smekk

6-8 Smátómatar

2-3 portobellosveppir

rifinn ostur

 

Hitið ofninn í 250°C, hitið plötuna sem nota á með.

Sjóðið jarðskokkana í ca 20 mínútur (þeir eiga að vera örlítið stinnari en soðnar kartöflur. Stappið þá í skál, blandið öðru saman við og maukið með töfrasprota.

Dreifið á pizzuna í stað sósu. Skerið sveppina í sneiðar og tómatana í tvennt.

Bakið pizzurnar í ca 5 mínútur eða þar til hún er gullin brún.

Þetta er pizza á öðru plani.