Í rigningarsuddanum sem gengur yfir landið grillum við ekki boffs. Þá er innimatur. Þessi réttur er einfaldur og fljótlegur en ótrúlega ljúffengur.

 

Pastað frá Tariello er framleitt fyrir hann af litlu fjölskyldufyrirtæki á Ítalíu. Gæðin eru frábær og hver pastategund kemur manni skemmtilega á óvart.

Það þarf vart að nefna gæðin á Casa Madaio buffala mozzarellaostinum. Hann er hreint óviðjafnanlegur.

 

 

Uppskrift fyrir þrjá til fjóra

 

1 poki Tagliatelle

1 mozzarellakúla

1 box piccolotómatar eða aðrir smátómatar

1 dl kaldpressuð ólívuolía

1 tsk pipar malaður (smakkið þó til)

1 hvítlauksgeiri (hér er miðað við ítalska hvílaukinn okkar þar sem geirarnir eru frekar stórir)

ca 16 stór basillikublöð (en auðvitað eftir smekk)

Salt eftir smekk

 

Byrjið á að hita vatn í potti með ca 1 tsk af salti. Skerið tómatana í fernt. Skerið mozzarelluna í teninga, ca 1 sm á kant. Skerið basillaufin í ræmur. Blandið vel saman í skál ásamt öllu nema pastanu.

Sjóðið pastað í 6-8 mínútur eða þar til það er al dente. Sigtið pastað og blandið saman við mozzarella blönduna.

Berið fram með góðu brauði eða alls engu. Gott rauðvín skemmir ekki fyrir.

Verði ykkur að góðu.