Frú Lauga leitar uppi spennandi og góðar matvörur, er í góðu sambandi við framleiðendur enda vill hún aðeins það sem er hollt og lystugt fyrir sína viðskiptavini.

Opnunartími

Það er opið hjá okkur mánudaga til föstudaga frá klukkan 11:00 til 18:00.
Laugardaga er opið frá klukkan 11:00 til 16:00.
Lokað á sunnudögum

Ferskir ávextir og grænmeti

Við erum ávalt með brakandi ferskt og hollt íslenskt grænmeti og spennandi ávexti frá meginlandinu á boðstólnum. Það er alltaf spennandi að kíkja og sjá hvað er í boði.

Glútenfríar vörur

Við erum ávallt að taka inn fleiri spennandi og gómsætar glútenfríar vörur. Allt frá fiskibollum og brauðum yfir í svartar núðlur og súkkulaði.

Jólagjafakörfur

Hjá frú Laugu getur þú fengið matarkörfur sem henta jafnt sem gjafir fyrir starfsmenn eða fyrir vandláta. Við erum í samstarfi við Trít og hér getur þú skoðað úrvalið eða hafðu samband og við útbúum körfu að þínum óskum.

Kombucha bar

Kombucha af krana hefur slegið í gegn. Kombucha er gerjað te og inniheldur fjölbreytt úrval af heilsubætandi efnasamböndum. Drykkurinn er náttúrlega kolsýrður og hefur bæði sætt og skemmtilega súrt bragð.

Prófaðu lardó

Lardo er ítalskt beikon unnið samkvæmt ævafornum hefðum, niðurlagt í ólívuolíu með svartri trufflu. Þessi dásemd kemur frá Prunotto á Ítalíu ásamt Tomini osti, grilluðum lauk, niðurlögðu eggaldini og fleiru.

Ólífuolíur í úrvali

Hjá okkur er fjölbreytt úrval af gæða ólífuolíum í flöskum frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni en einnig geta viðskiptavinir Frú Laugu komið með sínar flöskur og fyllt á.

Gjafabréf fyrir sælkera

Gjafabréf frú Laugu eru sívinsæl og frábær gjöf fyrir sælkerann.  Þú velur upphæð og við getum sent hvert á land sem er.

Bakað blómkál með brauðteningum

Blómkál er fullt af C-vítamíni. Það inniheldur líka K-vítamín, prótein, magnesium og B6-vítamín. 1 meðalstórt blómkálshöfuð skolað og hreinsað 1 lítill blaðlaukur skorinn í sneiðar (græni hlutinn líka) 3 þykkar sneiðar súrdeigsbrauð 250 gr rifinn ostur (parmesan og...

Gómsætir fiskréttir Fisherman

Vörur dagsins eru fiskréttirnir frá Fisherman Iceland. Þeir bjóða upp á allskyns fisk með meðlæti. Eina sem þarf að gera er að elda fiskinn sjálfan en meðlætið er forsteikt eða foreldað og þarf einungis að hita.  Þessir réttir eru tilvaldir fyrir fólk sem býr eitt eða...

Ferskar vörur úr sveitinni

Vörur dagsins koma ferskar úr sveitinni. Rautt pestó, appelsínu marmelaði og chilly sulta beint frá Huldubúð. Verði okkur að góðu.

Geggjaðar geita- og túnfisksnittur

Snittur eru dásamlegur matur, í forrétt eða sem snarl. Það er svo auðvelt að nota hugmyndaflugið þegar maður gerir "litla rétti" í stað heillar máltíðar. Geitasnittur 8 sneiðar súrdeigssnittubrauð 1 geitagalti (yndislegur geita-hvítmygluostur...

Frú Lauga er á Lauglæk 6

Opið alla daga nema sunnudaga

Frú Lauga

Í Bændamarkaði frú Laugu fást vörur beint frá bónda fyrir fólk sem vill vita hvað það borðar.

Laugalækur 6, Reykjavík,

Sími:  534 7165

Netfang: frulauga@frulauga.is