Frú Lauga þekkir sína birgja og velur þá af kostgæfni

Vörur frú Laugu eru jafnt íslenskar sem influttar frá öllum heimsins hornum

Spennandi matarframleiðendur með þekkingu og alúð að vopni.

Frú Lauga þekkir sína birgja og velur þá af kostgæfni.


Innlendir framleiðendur

Innlendir framleiðendur sem selja vöru eru um allt land. Frúin er í reglulegu sambandi við þá og veit hver staðan er á gulrótunum eða hvenær kæfan verður tilbúin.

Frú Lauga er stolt af því að vinna með nýjum frumkvöðlum og ófáir hafa stigið sín fyrstu skref í samstarfi við sælkerbúðina við Laugalæk. Þar er gaman að nefna nýjustu dæmin sem eru Dagný með súrkálin sín, Breiðdalsbiti með ljúffenga fjallakæfu og Kúbalúbra sem selur góðgerladrykkinn Kombucha af krana í Frú Laugu.

Frúin er alltaf opin fyrir samstarfi við nýja aðila og leggur sig fram um að ráðleggja og aðstoða.

Erlendir framleiðendur
Sama má segja um erlendu birgjana okkar, hvort sem er í Englandi, á Ítalíu eða Spáni. Við heyrum frá þeim reglulega og njótum þeirra rálegginga í bland við reynslu Frúarinnar, hvað íslenskum sælkerum hugnast best.

Frúin er óhrædd við nýjungar en gerir að sama skapi kröfur um vandaða og ljúffenga hágæðavöru. Með þessum samskiptum myndast traust og reynsla og um leið gagnkvæm virðing.

Á þessu byggir Frú Lauga innkaup sín.

Innlendir framleiðendur