Snittur eru dásamlegur matur, í forrétt eða sem snarl. Það er svo auðvelt að nota hugmyndaflugið þegar maður gerir “litla rétti” í stað heillar máltíðar.

Geitasnittur

 • 8 sneiðar súrdeigssnittubrauð
 • 1 geitagalti (yndislegur geita-hvítmygluostur frá Háafelli)
 • 2 tsk fljótandi hunang
 • 2 tsk valhnetuolía (Belazu olían er einstaklega bragðgóð)
 • Ferskt timian (má sleppa eða nota önnur krydd eftir smekk)


Sneiðið snittubrauðið í 1-1,5 cm þykkar sneiðar, grillið í ofni á 180 gráður í ca 5 mín, eða þar til brauðið er stökkt að utan.
Blandið hunanginu og valhnetuolíunni vel saman.
Sneiðið geitagaltann og setjið ofan á grillað brauðið.
Bakið brauðið með ostinum, við 180gráður, í ca 5 mín.
Dreypið olíuhunangsblöndunni yfir snitturnar og setjið ferskt timian yfir

Túnfisksnittur

 • 10 sneiðar súrdeigssnittubrauð
 • Túnfiskfilltet úr dós (Ortiz)
 • 1 reyktur Scamorsaostur (frá Litlu ostagerðinni)
 • 1-2 niðurlagðar sítrónur (preserved lemons, litlu krúttin frá Belazu)
 • Fersk steinselja
 • 1/2 tsk pipar

Sneiðið snittubrauðið í 1-1,5 cm þykkar sneiðar, grillið í ofni við 180 gráður í ca 5 mín, eða þar til brauðið er stökkt að utan.
Leggið túnfiskfilletin á grillað brauðið og sneiddan ostinn yfir.
Helmingið sítrónurnar og steinhreinsið. Saxið þær með steinselju og blandið pipar saman við.
Setið u.þ.b. helming af sítrónu-steinseljublöndunni yfir snittuna og bakið í ofni við 180 gráður í ca 5 mín. eða þar til osturinn er vel bráðinn.
Setjið restina af sítrónu-steinseljublöndunni yfir.