Þetta er salat sem gerir lífið aðeins betra

Túnfiskurinn og ansjósurnar sem við flytjum við inn frá spáni eru í lífrænni ólívuolíu. Vandaðar vörur og með eindæmum bragðgóðar.

Salatið:

150 g túnfiskur

6 flök ansjósur

6 msk mayones

100 g ricotta de bufala

1 tsk pipar

örlítill hvítlaukur

Graslaukur

 

Brauð

1 pizzadeig súrdeigs (fæst frosið í Frú Laugu)

hvítlauksolía (ca 6 msk ólívuolía og 1 hvítlauksgeiri)

salt

Rósmarin eða timían

Forhitið ofninná hæsta hita (ca 250°C), hafið bökunarplötuna sem á að nota inni í ofninum á meðan hann er hitaður. Setjið deigið á bökunarpappír sem búið er að strá hveiti á. Ýtið með fingrunum í deigið til að fletja það út (ekki alveg í tólf tommur). Penslið hvítlauksolíu á deigið, stráið yfir það salti og rósmarini eða timían. Snúið deiginu við og endurtakið leikinn.

Takið bökunarplötuna úr ofninum og dragið deigið á bökunarpappírnum yfir á plötuna. Bakið í 5-10 mínúrtur eða þar til það er orðið gullinbrúnt. Rífið parmesanost yfir brauðið.

Skerið brauðið í fjóra helminga og fyllið helmingana með túnfisksalatinu.

Verði ykkur að góðu