Blöðrukál er frænka grænkálsins og er notað á svipaðan hátt. Það er svipað á bragðið og svartkál, sem er formóðir þeirra beggja. Blöðrukálið hefur þó ekki fengið verðskuldaða athygli okkar á íslendinga. Það er trefjaríkt, ríkt af A-, C-, og B6- vítamínum og magnesíum.

1 haus blöðrukál

250 g kasjúhnetur (lagðar í bleyti í ca 30 mín)

1/2 tsk paprikukrydd

1/2 tsk reykt paprika

3 tsk flögusalt

1 tsk pipar malaður

Safi úr einni sítrónu

1 lítill laukur

2 tsk Rose Harissa eða 1/2 til 1 chilli

1-2 dl vatn

 

Skerið blöðrukálshausinn í tvennt og skerið stöngulinn úr, takið í sundur og skolið bllöðin. Skerið blöðin í hentuga stærð. Setjið í stóra skál.

Setjið öll önnur innihaldsefni í blandara og blandið þar til áferðin er orðin fín.

Hellið blöndunni yfir kálið og blandið vel. Þetta verður bara að gera með höndunum, ekkert pjatt.

Raðið kálinu á þrjár bökunarplötur og setjið í ofn á 50°C í ca 8 klst. Ef þið nennið ekki að bíða svona lengi hækkið þá bara upp í 90°C

Þetta þarf svo ekki að vera flókið. Það er líka hægt að setja bara olíu og salt og baka kálið þar til það er stökkt.