Mozzarella og burrtaostar eru ferskostar gerðir úr buffalamjólk. Þetta er í raun sami osturinn en burrata er mozzarella fylltur með osti og rjóma. Hann er því hálffljótandi þegar hann er skorinn, rjómakenndur og dásamlegur.

Það eru endalausar leiðir til að njóta þessa osta. Hér er ein afar einföld uppskrift.

Uppskrift fyrir tvo:

Burrata tvær kúlur

Hálf krukka pikklaðir grænir tómatar frá Friðheimum

Tveir stórir rauðir tómatar

Basilika

2 msk Ólívuolía, jómfrúar

1 msk Balsamikedik

Salt og pipar á hnífsoddi

Byrjið á að taka fræin innan úr tómötunum, skerið kjötið í teninga. Blandið nokkrum grófskornum basillaufum, ólívuolíu og balsamik við tómatana, hrærið létt með salti og pipar.

Setjið pikkluðu tómatana á tvo diska. Leggið burrataostinn ofan á og tómatblönduna yfir ostinn.

Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið.

Verði ykkur að góðu