Pizzadeigið okkar er úr súrdeigi, það kemur frá Noregi. Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga ætlum við að bjóða upp á deigið þiðið. Hina dagana bjóðum við upp á það frosið. Þá er best að láta deigið taka sig í klukkustund við stofuhita og geyma það svo á kæli í sólahring áður en það er notað.

        

Pizzasósan

400 g San Marzano tómatar

1/2 msk þurkað oregano

1/2 msk þurkað timian

2 msk ólívuolía kaldpressuð

1 hvítlauksgeiri marinn

1 tsk salt

Sósan dugar á 3-4 pizzur

 

Hitið ofninn í 250°C. Platan sem pizzan fer á skyldi vera heit, beint úr ofninum.

 

Álegg

Það er óþarfi að segja fólki hvað það á að setja á pizzuna sína. Allir vita hvað er best á pizzu. En þess ber þó að geta að Mozzarella de bufala og parmesan gera allar pizzur betri.